
Sérsniðnar lausnir í vefþróun
Með því að nýta nýjustu tækni og aðferðir tryggjum við að vefurinn verði notendavænn, vandaður og sýnilegur á netinu.
Aðferðir og tækni
Við hönnum og uppfærum vefi í flestum kerfum og nýtum nýjustu tækni gervigreind, SEO og snjallar lausnir sem skila árangri.


Kennsla, viðhald og stuðningur
Þegar vefurinn er kominn í loftið bjóðum við upp á kennslu, viðhald og stuðning allt eftir þörfum.
Um Splitdesign
SplitDesign er skapandi og tæknilega sterkt vefhönnunarteymi sem sérhæfir sig í að hanna og þróa vefi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Við leggjum áherslu á notendavæna hönnun, skýra framsetningu og veflausnir sem skila árangri bæði fagurfræðilega og rekstrarlega.
Að SplitDesign standa við, Petra Dís Magnúsdóttir og Brynja Bjarnadóttir.
Petra Dís, býr yfir 10 ára reynslu af vefstjórn, vefhönnun og innleiðingu stafrænna lausna. Hennar fyrsta verkefni var að taka við, endurhanna og byggja upp IKEA vefverslun sem jók vefsöluna um allt að 8% af heildarveltu fyrirtækisins á þeim fjórum árum sem hún starfaði þar. Eftir það tók hún við vef Húsasmiðjunnar og styrkti bæði notendaupplifun og netverslun verulega.
Brynja Bjarnadóttir er UI vefhönnuður og verkfræðingur með einstakt auga fyrir upplifun, formi og virkni.
Við sameinum styrk okkar á sviði hönnunar og þróunar til að skila frammúrskarandi vefsíðum sem virka hratt og vel.
- Vefhönnun og uppsetningu í DUDA, Shopify, Wordpress o.fl kerfum
- Endurnýjun og uppfærslu eldri vefja
- UI hönnun og notendaupplifun
- Leitarvélabestun (SEO) og hraðavæðingu
- Vefumsjón og þjónustu (vefstjóri til leigu)
- Stafræna ráðgjöf og innleiðingu lausna
- Hvort sem þú þarft nýjan vef, ert að endurskipuleggja stafræna nálgun fyrirtækisins eða þarft aðstoð við daglegan rekstur vefs – þá erum við til staðar með lausnir sem skila árangri.
Hvort sem þú ert lítið fyrirtæki að stíga fyrstu skrefin á vefnum eða stofnun í leit að öflugri stafrænni nálgun þá getum við aðstoðað.
SplitdDesign býður upp á faglega vefhönnun og stafræna ráðgjöf sem skilar árangri.